Hefja leiðangur

1977

Árið 1977 sendi geimvísindastofnun Bandaríkjanna ómönnuðu geimförin Voyager 1 og Voyager 2 af stað í endalausa ferð út í alheiminn. Tilgangur verkefnisins var að kanna sólkerfið okkar, en flaugarnar taka ljósmyndir í geimnum og senda til jarðar.

Geimförunum var einnig ætlað að kanna líf á öðrum plánetum og vera í stakk búið að kynna Jörðina og jarðarbúa fyrir geimverum sem kynnu að verða á veginum. Áfast á báðar flaugarnar var Gullplatan ,,Sounds of Earth” - stútfull af myndum og hljóðdæmum frá jörðinni ásamt leiðbeiningum um hvernig á að smíða plötuspilara.

Á plötunni mátti finna 90 mínútur af tónlist, úrval náttúru - og umhverfishljóða, 115 ljósmyndir og skýringamyndir og loks kveðjur jarðarbúa á 55 tungumálum. Gullplatan hefur oft verið kölluð metnaðarfyllsta flöskuskeyti sem hefur verið sent.

Það er svo ótal margt við þennan stórhuga gjörning sem vekur upp spurningar: Er hægt að hlusta á tónlist úti í geimnum? Hafa geimverur eyru? Eiga þær plötuspilara? Geta þær smíðað sér plötuspilara eftir leiðbeiningum? Hafa geimverur augu til að lesa leiðbeiningar? Hver fær valdið til að velja hvað fer á plötu fyrir hönd alls mannkyns á jörðinni?

Lagalisti

Valnefnd setti saman 90 mínútna lagalista með alls 27 lögum. Þar er allt frá klassískri tónlist til jazz til brúðkaupssöngs frá Perú og gamelanverks frá Balí.

Mozart

The Magic Flute, Queen of the Night aria, no. 14. Edda Moser, soprano. Bavarian State Opera, Munich, Wolfgang Sawallisch, conductor. 2:55

Chuck Berry

"Johnny B. Goode". 2:38

Hljóðbútar

Hvað syngur í jörðinni? Á Gullplötunni má heyra þrumur, fótatak, lestarhljóð, mömmukoss, hláturskast og fjöldan allan af öðrum hljóðum, bæði náttúrulegum og manngerðum.

Koss/Barn/Móðir

Lest

Myndir

Hvernig er best að útskýra fyrir geimverum hvað það er að vera maður? Valnefnd tók saman skýringarmyndir og ljósmyndir af lífríki jarðar og útsýni frá jörðinni út í geim.

Kveðjur

Hvað langar jarðarbúa að segja við geimverur? Á Gullplötunni voru kveðjur frá jarðarbúum á 55 tungumálum. Þeirra á meðal er kveðja á ensku frá öllum börnum á jörðinni.

Arabíska

Taḥiyyātunā lil-‘aṣdiqā’ fil-nujūm. Yā laytā yajma`unā al-zamān.

Kveðja til vina okkar í stjörnunum. Megi tíminn leiða okkur saman.

Franska

Bonjour tout le monde.

Halló allir.

2023

,,Eiga geimverur plötuspilara? Hafa þær ennþá áhuga á Beethoven og Chuck Berry? Þurfa geimverurnar kannski að fá nýja plötu frá nýrri kynslóð? Hvaða tóna vilja börn á Íslandi senda þeim?"

Sendum tónlist út í geim! er þverfaglegt þátttökuverkefni fyrir börn. Það er innblásið af Gullplötunni ,,Sounds of Earth” sem var send út í geim árið 1977 af NASA (hlekkur á umfjöllun annars staðar á síðunni). Hópur hönnuða, vísindamanna og tónlistarfólks bjóða nú börnum um land allt í ferðalag um óravíddir tónlistar sem teygir sig út í geim og aftur heim.

Verkefnið hefst með fjölskyldudagskrá í Hörpu þann 10. september 2022, ferðast á milli grunnskóla víða um land og lýkur loks með gjörningi á Big Bang Festival í Hörpu í apríl 2023.

Gullplatan ,,Sounds of Earth” frá 1977 verður skapalón fyrir verkefnið; hún er í senn innblástur og listrænn rammi til að vinna frjálslega innan. Þannig munu börn á Íslandi velja 90 mínútur af tónlist, taka upp kveðjur að eigin vali á 55 tungumálum, velja ljósmyndir og teikningar af lífinu á jörðinni, taka upp náttúru- og umhverfishljóð.

Ef Carl Sagan og hópur Bandaríkjamanna fékk að velja tónlist til að senda út í geim fyrir hönd jarðarbúa árið 1977, er þá ekki tilvalið að bjóða börnum á Íslandi að velja árið 2023?

Hafa samband

Voyager geimfar